Flúðasiglingar síðan 1985!

Arctic Rafting er lítið sveitafyrirtæki sem sérhæfir sig í flúðasiglingum. Okkur líður best í ánni. 


Flúðasiglingar í Hvítá hafa verið gerðar út frá Drumboddsstöðum frá árinu 1985, en það þýðir að þær eru ein elsta skipulagða afþreying sem boðið er uppá á Íslandi. Siglingarnar eru vinsælar meðal Íslendinga og ferðamanna, þar fléttar áin saman skemmtilegar öldur við dramatískt landslag gljúfursins. Áin er vel staðsett, nálægt höfuðstaðnum og innan hins svokallaða gullhrings og því nálægt mikilvægum menningarstöðum á Íslandi og glæsilegum náttúruperlum Suðurlands.

Arctic Rafting er metnaðarfullt fyrirtæki og því leggjum við mikið uppúr  öryggisstöðlum í teyminu okkar. Allir okkar leiðsögumenn hafa lokið námskeiðum hjá International Rafting Federation (IRF) auk straumvatnsbjörgunarnámskeiðs (SWR). Einnig eru þeir með framhaldsmenntun í fyrstu hjálp, en þeir hafa Wilderness First Responder réttindi (WFR). Þannig tryggjum við eftir fremsta megni að Hvítá sé örugg afþreying, sem er hentar öllum í leit að skemmtilegu ævintýri. Við vonumst til þess að sem flestir prófi að sigla niður Hvítá, enda er þetta gaman og frískandi og allt í boði móður náttúru!


 Saga flúðasiglinga í Hvítá

 

Bátafólkið

Saga flúðasiglinga á Íslandi nær aftur til ársins 1983, þegar parið Villa og Bassi byrjuðu að leika sér í ánni. Þau höfðu fjárfest í bók um flúðasiglingar, pantað bát erlendis frá og heimasmíðað árar. Í upphafi tilraunanna veltu þau bátunum, duttu útbyrðis, en sögðu samt sem áður að þau hefðu fljótt lært á ánna, vegna þess að vatnið er jú kalt. Árið 1985 hófu þau að fara með Íslendinga niður ánna og árið 1990 byrjuðu þau að fara með erlenda ferðamenn undir nafninu Bátafólkið.

Drumboddsstaðir

Segja má að sveitabærinn Drumboddstaðir er vagga árskoðunar á Íslandi. Villa og Bassi bönkuðu uppá árið 1985 til að spyrja hvort þau gætu þurrkað sokkana sína. Ein Drumba-systirin kom til dyra og sagði síðar í viðtali að þau hefðu í raun aldrei farið eftir þennan fyrsta dag. Árið 1990 keyptu þau gamla hlöðu á Drumboddstöðum og umbreyttu henni í höfuðstöðvar fyrir flúðasiglingar. Upp frá þeim tímapunkti fengu þau aðstoð utanaðfrá, til dæmis frá Noregi, Nýja Sjálandi, Bretlandi, Mexíkó og Nepal. Þar með hófu þarmeð að byggja upp samfélag raftara og kayakræðara á Íslandi, og við erum þeim þakklát!

Íslenskar ævintýraferðir

Árið 2005 keyptu tveir ungir raftarar, Torfi G Yngvason og Jón Heiðar Andrésson, Drumboddsstaði og sameinuðu þar með tvö fyrirtæki, Bátafólkið og samkeppnisaðila þeirra, Arctic Rafting sem stofnað var 1997. Árið 2005 færðu þeir út kvíarnar og stofnuðu fyrirtækið Arctic Adventures þar sem boðið var uppá fjölbreyttara úrval af ævintýraferðum, svosem jöklagöngur, jeppaferðir, snorklferðir ásamt að sjálfsögðu hinni upprunalegu íslensku ævintýraferð, flúðasiglingum.

hvita-drumbo-base-30.jpg

Drumboddsstaðir

Arctic Rafting

Árið 2020, eða 15 árum síðar keypti Tinna Sigurðardóttir Arctic Rafting með Drumbó sem höfuðstöðvar flúðasiglinganna. Tinna var sem unglingur raft-grúppía, en er í dag reyndur flúðaleiðsögumaður með yfir 16 ára reynslu í ævintýraferðum á Íslandi, Ástralíu, Karabískahafinu og Noregi.

Tinna Sigurðardóttir

Tinna varð, frá fyrstu öldu varð ástfangin af ánni, flúðasiglingum, kayak og ferðalögum á ám. Auk þess að vera flúðaleiðsögumaður þá stundar hún straumvatnskayak, er jöklaleiðsögumaður og köfunarkennari. Hún hefur því gaman af öllum tegundum vatns, straumvatni, sjó og frosnu vatni.


Heim í sveitina

Tinna á ættir að rekja Efstadals í Laugardals en Efstidalur er við Brúarána og þaðan er stuttur spölur til Drumbó. Við leggjum áherslu á að stunda viðskipti við fyrirtæki í nágrenninu, en það er frábært að fá hágæða ferskt grænmeti frá næstu bæjum á veitingastaðinn okkar.

En hvað eru flúðasiglingar (e.rafting)?

Í flúðasiglingum er notast við uppblásinn raft til þess að sigla niður á. Flúðasiglingar hafa verið vinsælar að minnsta kosti frá árinu 1950. Bátarnir eru gerðir úr hátækni næloni, en á Drumbó notum við 8-10 manna báta. Allir þátttakendur fá ár og því er þörf á samvinnu til þess að komast örugglega niður ánna. Ætíð er sá möguleiki fyrir hendi að einhver, eða þú, fallir útbyrðis og í ána.

Áin er vinaleg og leiðsögumenn okkar munu aðstoða þig hratt og örugglega við að komast aftur í bátinn. Í öllum tilfellum muntu blotna.

Straumvatni er skipt í flokka byggt á erfiðleikastigi árinnar.- Flokkarnir eru frá einum uppí sex þar sem flokkur einn er auðveldastur og sex erfiðastur.

Ef það er ein flúð í ánni sem er skilgreind sem flokkur þrjú, þá væri áin skilgreind sem það erfiðleikastig, jafnvel þótt að einhverjar flúðir í ánni væru í flokki tvö.

Hvítá er skilgreind sem flokkur tvö, þar af leiðandi er þar að finna töluvert af ólgandi vatni sem þarfnast þess að brjóta rétta leið í ánni til þess að komast í gegnum hindranir.  Leiðsögumaður þinn mun bera ábyrgð að stýra því. Þú þarft því ekki að hafa neina reynslu af straumvatni áður en þú kemur með okkur í ferð, og áin hentar því flestum.