Spurt & svarað

Hvaða búnað skaffið þið fyrir ferðina?

Allir fá neofren smekkbuxur, neofren skó, splash-jakka, björgunarvesti og hjálm.

Hvað ætti ég að koma með?

Sundföt og hlý föt undir neofrenið: föðurland úr ull, ullarbol, flíspeysu og ullarsokka. Þetta mun allt saman blotna og þess vegna þarftu einnig að koma með aukaföt. Við mælum auk þess með að koma með handklæði til þess að getað þurrkað þér eftir sánu og sturtu. Og góða skapið!

Þarf ég að koma með auka föt?

Já. Allt mun blotna í ánni! Það er svo ljúft að fara í þurr föt eftir ánna

Hvaða þjónustu bjóðið þið uppá á Drumbó?

Það er mikil veðursæld uppá Drumbó, þannig við bjóðum [oft] uppá gott veður. 
Á Drumboddsstöðum má líka finna eftirfarandi:

  • Móttaka

  • Bar - kaffi

  • Veitingastaður

  • Búningsklefar

  • Sturtur & sána

  • Sæti inni og úti

Gæti ég komið með myndavélina mína?

Já þú getur komið með myndavélina þína, hinsvegar ef hún er ekki vatnsheld þá mun hún pottþétt eyðileggjast.

Því hefur þú þrjá möguleika:

  1. Þú átt vatnsheldna myndavél og tekur hana með þér.

  2. Þú leigir GoPro frá okkur á Drumbó

  3. Þú kaupir einnota vatnshelda myndavél frá okkur á Drumbó

Þarf ég að kunna að synda?

Já.

Hvert er aldurstakmarkið til þess að koma með ykkur í flúðasiglingu?

Í Flúðafjör er 11 ára aldurstakmark.

Í Fjölskylduflúðafjör er 8 ára aldurstakmark. Sú ferð er sérstaklega útfærð með börn frá 8 ára aldri í huga.

Það er hinsvegar ekki aldursþak, bara að vera heilbrigður og að treysta sér til þess að fara í kalda jökulsá.

Er leiðsögumaður í hverjum báti?

Já, það er sérþjálfaður leiðsögumaður í hverjum báti.

Eftir hvernig erfiðleikastigum eru ár flokkaðar?

Straumvatni er skipt í flokka byggt á erfiðleikastigi árinnar, flokkarnir eru frá 1 uppí 6, þar sem flokkur 1 er auðveldastur og 6 erfiðastur. Ef það er ein flúð í ánni sem er skilgreind sem flokkur 3, þá væri áin skilgreint sem það erfiðleikastig, jafnvel þótt að einhverjar flúðir í ánni væru í flokki 2. Hvítá er skilgreind sem flokkur 2, þar af leiðandi er þar að finna eitthvað af órólegu vatni sem þarfnast þess að koma sér á rétta staði í ánni til þess að komast í gegnum hindranirnar.  

Má ég fara í flúðasiglingu ef ég er ólétt?

Nei. Engar áhyggjur samt, áin fer ekkert og þú ert velkomin eftir að barnið er komið í heiminn!

Hvernig er dagskráin frá því að ég mæti á Drumbó?

Um 15-30 mínútum fyrir brottförina ættir þú að vera kominn uppá Drumbó. Þar skráir þú þig inn í móttökunni. Þá hefur þú örlítinn tíma til að slaka á, nota klósettið eða jafnvel fá þér kaffibolla.

Þegar allir eru komnir safnast allir saman í salnum, þar sem flúðaleiðsögumaður útskýrir búnaðinn sem er nauðsynlegur fyrir ánna.

Þú munt fá allar upplýsingar þar, en ef þú vilt vera viðbúin/n þá eru upplýsingar hér:

Fá fatnað í þinni stærð frá flúðaleiðsögumanni: neofren buxur, splash-jakka og neofren skó, farðu í búningsklefann, ferð í sundfötin þín, svo föðurland, ullarbol og/eða flíspeysu svo síðast neofren buxur og skó. Síðast, ferðu í splash-jakkann. Svo ferðu fram og færð björgunarvesti og hjálm, sem þú ferð í. Tilbúinn, skelltu þér í flúðarútuna! 

Við keyrum í um 20-25 mín að ánni. Þá undirbúa leiðsögumennirnir bátana fyrir ykkur, sem tekur vanalega nokkrar mínútur.

Þið/þú verðið pöruð með leiðsögumanni eftir hópastærð. Hann verður hæfur og vinalegur. Þá útskýrir hann öryggi og hvernig skal róa raftbáti.

Ding dong, þá siglum við af stað. Við erum á ánni um 60-90 mínútur, en það fer eftir vatnsmagni að hverju sinni. Eftir um 7 kílómetra spotta þá endum við beint fyrir neðan Drumbó þar sem rútan verður tilbúin til að skutla okkur alla leið í hlaðið. 

Get ég notað gleraugun mín?

Já, ef þú getur ekki verið án þeirra. Við mælum með að koma eða kaupa Chums af okkur á Drumbó.

Hvenær byrjar vertíðin?

Ferðavertíðin á flúðasiglingunum okkar byrjar í maí og lýkur í lok september á ári hverju.

Hversu stórar stærðir eruð þið með?

Uppí XXXXL


Get ég tekið þátt þrátt fyrir að ég sé með sjúkdóm?

Fólk með mismunandi heilbrigðisvanda hafa komið með okkur í ferð án vandræða en það fer eftir sjúkdóminum þínum hvort áin sé góður staður fyrir þig. Vinsamlegast hafið samband ef þið eruð með spurninga en það er mikilvægt er að láta vita ef það er eitthvað varðandi heilsufarið þitt sem vekur upp spurningar eða væri gott fyrir okkur að vita.

Hvar er Drumbó?

Drumboddsstaðir / Drumbó eru 1.5 klukkustunda eða 98 km fjarlægð frá Reykjavík.

Hversu langt frá Reykjavík er Drumbó?