Staðsetning og aðstaða

Höfuðstöðvar okkar eru á Drumboddsstöðum

Höfuðstöðvar okkar Drumboddsstaðir ganga dagsdaglega undir nafninu Drumbó, allavega hjá okkur raftingliðinu. Drumbó er staðsett við bakka jökulárinnar Hvítá við bóndabæinn Drumboddsstaði.

Áður en við höldum í ána er mikilvægt að mæta að Drumboddsstöðum til þess að fá viðeigandi búnað og upplýsingar áður en við grípum árina og hendum okkur út í ána!

Ykkur til hægðarauka má sjá kort hér fyrir neðan:

Hversu langt frá Reykjavík eru Drumboddsstaðir?

Drumboddsstaðir eru í 98 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík eða um það bil 1,5 klst akstursfjarlægð. Hér fyrir neðan er að finna kort frá Google með staðsetningu bækistöðva Arctic Rafting.

 

Fáðu leiðsögn

Ef þú ert að koma á stórum bíl eða rútu, þá er mjög líklegt að þú getir ekki keyrt yfir brúnna sem liggur að Drumboddsstöðum. Hún er einbreið og þolir ekki stór farartæki. Það er því best að beygja inn veg 359 og svo beint til vinstri næst á veg 358. Hér eru leiðsagnarkort frá Reykjavík, Selfossi og Haukadal.

Leiðsögn frá Reykjavík til Drumbó

Leiðsögn frá Selfossi til Drumbó

Leiðsögn frá Haukadal til Drumbó

 

Drumbó

Drumboddsstaðir eru upphafsstaður allra okkar ferða og heimili flúðaleiðsögumanna okkar. Drumbó er staðsett á Suðurlandi, nálægt Reykholti og Gullfossi í um 1,5 klukkustunda aksturfjarlægð frá Reykjavík. Segja má að Drumbó sé í staðsett í aðalvatnskerfi Íslands, en allt í kringum okkur rennur vatn. Gullfoss hrapar kröftuglega niður í Hvítá og þar nokkrum kílómetrum neðar hefst siglingin okkar. Enn neðar sameinast Hvítá Soginu sem skapar Ölfur, vatnsmestu á Íslands.

Ástæðan fyrir öllu þessu vatni er að mestu leyti jöklarnir Langjökull og Hofsjöklull. Vatnið í Hvítá kemur mest frá Langjökli, en er það ein af ástæðunum (þó kannski ekki eina) fyrir því að við röftum ekki á veturna. Jökullinn þarf að bráðna til þess að vatnsmagnið í ánni hækki, og því bíðum við vorleysinga. Það er mun skemmtilegra að hafa mikið vatn þegar flúðasiglingar eru annars vegar. Okkur straumvatnsfólkinu þykir Drumbó og Ísland vera æðislegur staður til þess að búa á, en það fáum við staðfest að ári hverju þegar heimsfrægir kayakræðarar koma hingað frá öllum heimshornum til þess að upplifa árnar hér með öllum sínum eftirminnilegu fossum.

 
rafting-gullfoss-river-iceland18.jpg

Veitingastaður

Við erum stolt af því að vera með huggulegan og hlýlegan veitingastað sem býður uppá einfalda gómsæta rétti gerða úr ferskum hráefnum úr sveitinni auk frábærs úrvals bjórs á krana og í flösku. Mögulegt er að sitja inni og úti. 

 

Heitir pottar,
sauna og sturtur

Við erum með heita potta og alvöru finnska saunu til að ylja þér upp eftir hressandi jökulánna. Mjög, mjög gott. Á Drumbó eru einnig sturtur og búningsklefar.

River-Raftin-Base-Iceland+%284%29.jpg