Hópar og sérferðir

Komdu með hópinn þinn til okkar í Hvítá!

Hvítá er frábær staður til þess að koma með hópinn þinn. Áin sér um fjörið og fegurðina og við sjáum um að leiðsegja, skaffa báta og búnað. Eftir hressandi ferð í ánni bjóðum við ykkur svo að ylja ykkur í saununni og heitu pottunum okkar njóta veiganna sem eru í boði á veitingastaðnum og barnum okkar. Snilldar samspil af því að lifa og njóta.

Við bjóðum velkomna allar tegundir hópa; skólahópa, vinahópa steggjanir, gæsanir, afmæli, fjölskyldur, fyrirtækjahópar eða bara hvað sem er. Eina forsendan er að vilja koma saman og hafa gaman. 

Hvítá er á sem er skilgreind sem flokkur tvö (e. Class II) sem þýðir skemmtilegar öldur og flúðir en jafnframt öruggar fyrir alla. Þegar lagt er af stað við árbakkann er fyrsta flúðin rétt handan við hornið. Eftir stærri flúðirnar gefst nægur tími til þess að njóta undursamlegs útsýnis er við fljótum niður gljúfrið Brúarhlöð, stökkva af klettum ef aðstæður og þor þátttakanda leyfir, leika leiki á ánni og svo slaka á. 

Hvítá hentar flestum aldursflokkum, frá 8 ára uppí 80+. Aldurstakmarkið til þess að sigla alla ána, frá Veiðistöðum er 11 ár en neðar í ánni, frá Brúarhlöðum er það 8 ára. 

Flúðasiglingar hafa lengi verið vinsæl hópaafþreying meðal Íslendinga og við teljum það víst að þær verði það um ókomna tíð, áin er bara svo dásamleg!

Hafðu samband við okkur til að fá tilboð fyrir hópinn þinn á info@arcticrafting.is

Við tökum ykkur fagnandi!