Hópar og sérferðir
Við erum sérfræðingar í að efla hópinn
og fá alla til þess ð róa í átt að sömu markmiðum
og skapa ógleymanlegar minningar!
Hópefli á Hvítá –
ævintýri fyrir allan hópinn
Áin sér um fjörið og fegurðina – við sjáum um allt hitt. Það eina sem hópurinn þarf að mæta með er góða skapið. Við útvegum leiðsögn, báta og allan búnað og leiðum ykkur í gegnum skemmtilegar öldur og flúðir á einni ástsælustu á landsins.
Eftir hressandi raftferð bíða saunan og heitu pottarnir – fullkominn lokasprettur dagsins. Á veitingastaðnum og barnum okkar er svo hægt að njóta góðra veitinga og drykkja. Snilldar blanda af adrenalíni og afslöppun.
Fyrir hvaða hópa?
Allt og alla: fyrirtækjahópa, vinahópa, skólahópa, steggjanir/gæsanir, afmæli, fjölskyldur – eða bara hvaða tilefni sem er. Forsendan er einföld: koma saman og hafa gaman.
Af hverju Hvítá?
Öruggt & skemmtilegt: Hvítá er flokkur II (Class II) – lifandi öldur og flúðir sem henta byrjendum jafnt sem vönum.
Fjör strax í byrjun: fyrsta flúðin er rétt handan við hornið.
Ótrúlegt landslag: við fljótum um gljúfrið Brúarhlöð og höfum nægan tíma til að njóta útsýnis.
Aukaskemmtun ef aðstæður leyfa: stökk úr klettum, leikir á ánni og góð stemning um borð.
Heitir pottar & sauna eftir á: endum daginn í lúxus-slökun – algjör gullnál í lokin.
Aldur & aðgengi
Almennt: Hvítá hentar flestum aldursflokkum, frá 8 ára upp í 80+.
Heildarleiðin frá Veiðistöðum: 11 ára+.
Neðri hlutinn frá Brúarhlöðum: 8 ára+.
Innifalið
Fagleg leiðsögn allan tímann
Bátar og allur öryggisbúnaður (hjálmur, vest, galla o.s.frv.)
Aðgangur að saunu og heitum pottum eftir ferð
Næstu skref
Sendu okkur línu á info@arcticrafting.is með fjölda, óskadagsetningu og grófri mynd af hópnum (t.d. aldur og tilefni). Við svörum með tilboði sem smellpassar ykkur.
Við tökum ykkur fagnandi!





