Karfa
Heildarverð viðskipta 0 ISK
0,00 EUR
0,00 USD
Bookmark and Share

Flúðasiglingar á Hvítá

Flúðasigling á Hvítá
Erfiðleikastig 2+ af 5 mögulegum.

Hvítá er fallegt og hressilegt fljót í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík, þar hafa nú í hartnær 30 ár verið starfræktar vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bátahúsinu okkar, Drumbó. Sigld er 7 kílómetra leið gegnum falleg gljúfur og margvíslegar flúðir. Siglingin hefst við Veiðistað og liðast niður fljótið gegnum flottar öldur og miðlungs stórar holur. Siglt er gegnum sérstæðar bergmyndanir í Brúarhlöðum og sé þess óskað fá ræðarar að stökkva þar af kletti í ánna ef aðstæður leyfa. Skemmtileg og fjölbreytt sigling fyrir skólakrakka.

Video úr ferðinni hér!
 
Innifalið: Sigling og allur búnaður.
Lágmark: 20 þátttakendur. Hámark: 120 þátttakendur.
Fjarlægð frá Reykjavík: 100 km.
Lengd ferðar: 3 klst.  með undirbúningi og siglingu.
Taka með sér: handklæði, sundföt, föt til skiptana: buxur, peysu og sokka úr ull eða flís og bakpoka til að geyma fötin í inni í skiptiklefanum.

Einnig er hægt að panta raft og hamborgaraveislu eða raft og lambalæri!

Hafið samband við skrifstofuna í síma 562-7000 eða sendið mail á schools@adventures fyrir frekar upplýsingar.

Kort af leiðinni á Drumbó

Mikilvægar upplýsingar
um ferðina!

Fyrirvari: Allar raftingferðir eru farnar á ábyrgð þátttakenda í henni. Arctic Rafting tekur sér ekki á herðar neina ábyrgð vegna slysa sem verða vegna háttarlags eða hátternis þátttakenda í ferðinnni eða vegna annarra aðstæðna sem rekja má til þeirra eigin gjörða. Þátttakendur kunna að þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis en að öðrum kosti teljast kaup og þátttaka í ferðinni nægilegur vottur þess efnis að þátttakendur geri sér grein fyrir því að öllum ævintýraferðum og allri útivist fylgir ákveðin áhætta sem þátttakendur taka sér á hendur með þátttöku.

Click here for English